sunnudagur, desember 24, 2006

Gleðileg jól allir saman...

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Í kvöld var kveikt á jólaljósunum í Búdó. Á morgun fer ég til Óla.

mánudagur, nóvember 20, 2006

Argggg

Djísús kræst maður hvað ég er að krebera á rational choice kúrsinum mínum. Er að fara í próf á morgun og er búin að eyða heilli helgi í að reyna að fá mig til að læra. Verstu afköst og mesta tímaeyðsla ever.....alveg þokkalega ekki rational choice að nota tímann í þetta!!!


Þurfti bara aðeins að fá að rasa út....


Ferðaárið 2006

Fyrir löngu síðan sagði Óli þessi spöku orð: "Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði mikið ferðaár" Og gott ef hann hafði ekki rétt fyrir sér.

Að baki liggur Jótlandsferð (sem er eiginlega útland því þeir tala svo illskiljanlega þarna á Jótlandi), Íslandsferð, Californíuferð, önnur Íslandsferð og flug heim til Danmerkur, Búdapestferð, helgarferð til Köben, Ólaferð til Búdó og ferðalag til Eger. Á fimmtudaginn ætla ég að fljúga til Köben á ný og vera í sex daga, þá förum við Óli saman til Búdó og nokkrum dögum seinna til Vínar. Ég flýg svo til Köben þann 17.des og til Íslands daginn eftir. Margir tímar að baki í flugvélum og bílum og margar góðar minningar í pokahorninu, enn fleiri flugtímar framundan og gleðilegir endurfundir.

Kannski Óli ætti að sækja um hjá Vikunni eða DV að vera Völvan í ár...

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

vóóóó ég er svo kreisssí og spontant....

mánudagur, október 23, 2006


allt ad gerast Posted by Picasa

motmaelendur Posted by Picasa

oeirdaloggan uppstillt med trukk in fararbroddi sem sidar sprautadi gasi og vatni a lydinn Posted by Picasa

riot loggan dreifdi mannfjoldanum med taragasi, vatni og gummibyssuskotum Posted by Picasa

tessi var einmana eftir atokin - var parkerad a milli loggu og motmaelenda Posted by Picasa

Það er allt að verða vitlaust hérna

Í dag er haldið upp á 50 ára byltingarafmæli hér í Búdapest. 1956 er ártal sem allir muna, þegar Ungverjar risu upp á móti sovéska risanum og kröfðust þess að Sovéskir hermenn yfirgæfu landið. Það má lesa meira um byltinguna á BBC vefnum.

Aftur á móti, vegna atburða síðastliðinna vikna eru friðsamleg hátíðahöld að breytast í hörðustu mótmæli seinni ára. Lára Kristín Skúladóttir er á staðnum og talar frá Búdapest þar sem óeirðir eiga sér stað fyrir utan gluggann. (Mamma, þetta verður allt í lagi!)

Klukkan fjögur í nótt þegar ég var rétt svo hálfnuð við lestur masterpíssins hans Óla míns, sem hann bæ ðe vei skilaði inn í dag og er þess vegna orðinn fullvaxta maður, varð ég fyrst vör við læti og lúðrablástur. Skrúðganga mótmælenda strollaði upp götuna, fjórum hæðum fyrir neðan gluggann minn. Hópur óeirðalögrelumanna gekk í humátt á eftir og fylgdist með því að hópurinn hegðaði sér skikkanlega.

Um miðjan daginn í dag mátti svo aftur sjá stóran hóp fólks koma kallandi slagorð, með fána og lúðra frá vinstri hlið þegar horft er út um gluggann í stofunni. Frá hægri hlið í fjarska mátti sjá stóran hóp óeirðarlögreglu með trukk í fararbroddi. Hóparnir tveir mættust rétt fyrir utan hjá gluggann minn. Þegar hóparnir nálguðust hvorn annan var rútu ekið þvert á milli hópanna. Mótmælendur veitust að rútunni, hrópuðu og kölluðu og sjá mátti marga unga herramennina vel tilbúna í tuskið með lambúshettur og klúta utan um vitin. Það kom sér líklega vel þegar byrjað var að kasta táragassprengjum í átt að mótmælendunum. Stuttu síðar var vatni sprautað á lýðinn og gúmmískotum skotið. Mótmælendurnir hörfuðu fljótt svo sem og gatan orðin auð en síðan hafa hljómað sírenuvæl og hvellir og rútur fullar af lögreglumönnum hafa þotið fram hjá. Einnig mátti sjá hóp af hestalögreglumönnum fara fram hjá áðan. Rútan stendur enn á miðri götunni.

Það súra við þetta allt saman er að rétt í þessu sá ég svo glitta í smá flugeldasýningu sem er haldin hjá þinghúsinu og klukkan 19.56, eða eftir rúman klukkutíma er skipulagt að þjóðin sameinist í "The Minute of Freedom" - einnar mínútu þögn til að minnast byltingarinnar og byltingarhetjanna. Spurning hvort löggan og mótmælendurnir sameinist í smá breiki svona milli tarna?

Erfitt er að greina á milli skrúðgangna og hátíðarhalda í tilefni byltingarafmælisins og mótmælagangnanna segir á BBC - Lesa má um atburði dagsins hér.

Annars er ég nú bara hress. Held ég haldi mig bara heima í kvöld. Hlakka til að fá Óla til mín ekki á morgun heldur hinn og reyni að vera dugleg að læra þangað til. Læt nokkrar myndir fylgja með í tilefni dagsins.

Over and out.

(Og mamma, í alvöru, það er allt í lagi með mig og ég lofa að vera ekkert á flækingi!)

sunnudagur, október 08, 2006

Sunnudagur

Í dag er mikill sunnudagur. Ég er búin að læra og fara í bíó. Verður ekki meiri sunnudagur. Datt í hug að spæsa upp daginn með einni skemmtilegri mynd.

laugardagur, október 07, 2006

Líf og fjör í landi sírenuvæls

Já hér er líf og fjör. Hér er sírenuvæl og hér er frægur forsætisráðherra og hér er skóli og hér er.... æ andstreymið og innblásturinn ekki upp á sitt besta í kvöld. Ég er þó búin að afreka það að elda mat og bjóða tveimur vinkonum úr skólanum í heimsókn og eiga notalega kvöldstund. Ég fór líka í helgarferð til Köben um daginn. Það var mjög notalegt. Fékk innblástu þar fyrir næstu vikurnar í Búdó. Það er ennþá gott veður, sól og sumar en í gærkvöldi var samt orðið svolítið kalt þegar ég kom úr skólanum klukkan níu. Já, talandi um veðrir, sannur Íslendingur. En af hverju er Íslendingum kalt? Ættum við ekki að vera sterkust af okkur í kulda? Útlendingum finnst það allavega skrítið þegar ég kvarta og kveina yfir fyrstu haustmerkjunum. Samt fannst mér líka of heitt um daginn. Humm ætli maður geti alltaf kvartað yfir einhverju? Næsta heit mitt verður að hætta að kvarta.

laugardagur, september 16, 2006

moskituflugur bunar ad eta mig upp til agna. vonandi verda einhverjar leyfar fyrir ykkur hin. annars farid tid bara beint i desertinn

þriðjudagur, september 12, 2006


Stofan Posted by Picasa

Stofan Posted by Picasa

gangurinn - segir sig sjalft kannski :) Posted by Picasa

mitt einka badherbergi Posted by Picasa

Herbergid mitt Posted by Picasa

Koss til ykkar sem eigid hann skilid! Posted by Picasa

Eldhusid Posted by Picasa

Í fréttum er þetta helst...

Á föstudaginn var lauk kynningarvikunni í skólanum. Hún var mjög áhugaverð að mörgu leyti og upp úr standa þeir tveir dagar sem fóru í "team building" prógrammið. Í því fólust allar mögulegar æfingar til að fá fólk til að kynnast bekkjarfélögunum og til að taka á því hvernig við vinnum saman í hópum. Eftir að hafa farið á vínfestivalið á fimmtudagskvöldið var ég í rólegum fíling á föstudagskvölið, sat heima, hékk á netinu og spjallaði við sambýliskonur mínar tvær. Við erum búnar að gera íbúðina okkar nokkuð kósý bara - eftir nokkrar Ikea ferðir - svo þetta er bara allt hið ágætasta. Laugardagurinn var í rólegri kanntinum líka, við elduðum fyrstu heimagerðu kvöldmáltíðina og skelltum okkur svo að hitta nokkra bekkjarfélaga.

Í gær var fyrsti alvöru skóladagurinn. Ég mætti klukkan níu og fékk að sitja eins og sardína á svona samtengdum bekkjum með áföstum pínulitlum borðum. Kennarinn blaðraði mest um sjálfan sig og dýrðardagana þegar hann vann hjá ameríska fótboltafélaginu Lakers. Þess á milli lagði hann línurnar um það hvernig eigi að skrifa ferilskrá og sagði svo brandara inn á milli sem flestum virtist líka nema mér. Ég hef ákveðið að hætta í þessum kúrsi. Eftir hádegi tók svo við öllu áhugaverðara efni, hið alþjóðlega lagalega umhverfi . Þar vatt kennarinn sér beint að efninu og úr varð hinn ágætasti tími. Eftir skóla fór ég að kaupa penna og blöð og stílabækur og svona skóladót og afvegaleiddist til að skoða ýmislegt fleira í mollinu sem ekki var svo sem þörf á. En úr varð góður dúllerísdagur.

Í dag er ég búin að sitja heima og læra, fara út og kaupa mér mánaðarpassa í strætó og ensk-ungverska orðabók, kaupa í matinn og næst á dagskrá er að malla eitthvað úr því sem kom upp úr pokunum. Það er hægara sagt en gert að kaupa inn þegar allar innihaldslýsingar eru á ungversku svo það verður spennandi að sjá hver útkoman verður.

Þetta er Lára Kristín Skúladóttir sem talar frá útlandi.

laugardagur, september 09, 2006


Kvoldverdur i bodi skolans annan daginn i kynningarvikunni. Allratjodakvikindi. Posted by Picasa

Team building folst medal annars � ad mala mynd  Posted by Picasa

Mikil einbeiting og listr�n tjaning Posted by Picasa

Meistaraverk hopsins mins.  Posted by Picasa

Partur af bekknum minum a vinfestivali i kastalanum. Posted by Picasa

mánudagur, september 04, 2006

Sagan af Stefáni

Eftir þriggja daga dvöl í Búdapest sem að mestu hafði verið varið í íbúðaleit, skólastúss og rölt um bæinn, ákváðum við Óli að leggja leið okkar að kastalanum. Við tókum tramma yfir á Búda-síðuna og fundum fljótlega kláf sem tók okkur upp hæðina. Þegar upp var komið bjuggum við okkur undir að rölta um kastalasvæðið í rólegheitum þegar afar kátur karl vatt sér upp að okkur. Það fyrsta sem við sáum af honum var risastórt, rautt og flagnað nefið, ljósir úfnir lokkarnir og ennþá úfnara yfirvaraskeggið sem líktist helst gömlum og mikið notuðum kústi, síðara öðru megin. Við héldum í fyrstu að hér væri kominn glaðbeittur róni því lundin var svo létt og nefið svo rautt. Hann spurði okkur hvaðan við værum og hrópaði kátur: Reykjavík! til að sýna kunnáttu sína. Í ljós kom að hér var á ferð mikill menntamaður. Hann talaði í einni romsu með taktföstum hrynjanda, kynnti sig sem Alexay István og sagðist vera Ungverskur leiðsögumaður og bauð okkur þjónustu sína. Sagðist geta boðið okkur 45 mínútna túr um kastalasvæðið þar sem hann myndi segja okkur frá sögu staðarins og ekki síður segja frá öllum styttum og byggingum á ekki einungis fróðan heldur gamansaman hátt. Hann myndi auk þess svara öllum okkar spurningum af nákvæmni og heiðarleika og segja okkur frá stöðum borgarinnar sem einungis innfæddir gætu frætt okkur um. Þar að auki gætum við stoppað á leiðinni og gætt okkur á cappuchino ef svo lægi á okkur. Þetta var tilboð sem við gátum ekki hafnað. Við gengum af stað. Stefán lagði mikla áherslu á að finna góða staði til myndatöku og var mjög svo tilbúinn til að taka myndir af okkur við öll helstu monúment. Á hverju horni mátti finna tilefni til að taka nýja mynd – panorama view – með okkur skötuhjú í forgrunni að sjálfsögðu (Óla til mikillar ánægju enda mikið fyrir sviðsljósið). Góð lausn þótti okkur að fá Stefán sjálfan til að sitja fyrir á nokkrum myndum svona til að auka fjölbreytni myndasafnsins. Eftir margar gamansögur, leikræn tilþrif og fjöldann allan af myndum var komið að kaffistund. Stefán leiddi okkur inn um stórar dyr og sagði ákaft að hér væri að finna cappuchino. Við höfðum gengið fram hjá kaffihúsi á leið okkar og áttum von á einhverju svipuðu. Innan við dyrnar mátti finna gang með Nescafé sjálfsala. Hann mælti eindregið með choco cappuchino og sagði það vera alveg einstaka blöndu. Væri búinn að fá sér tvo bolla þá þegar þann daginn. Efir kaffið héldum við af stað á ný endurnærð, hlustuðum á frásögn karlsins um sögu þjóðarinnar, skildum oft á tíðum aðeins helming þess sem sagt var en höfðum þó gaman að. Að lokum komst vinur okkar að því að ætlun mín væri að dvelja fram að jólum í Búdapest. Við það dró hann upp blað og penna, skrifaði nafn og símanúmer ef vera kynni að ég vildi hitta hann á ný og sagði: Tell your friend you met a funny man with mustache!


Svo ef þú lesandi góður átt leið um Búdapest og langar til að eiga góða, gamansama og fræðandi stund með Stefáni þá færðu fúslega númerið!

Þetta var sagan af Stefáni.

föstudagur, september 01, 2006


Ungverski vinur okkar Stefan, segi ykkur soguna af honum vid taekifaeri Posted by Picasa

City Park og Oli Posted by Picasa

Panoramaview fra kastalanum, Parlamentid i baksyn vinstra megin Posted by Picasa

Ola dreymir um svona Trabant Posted by Picasa

Komin i skolann Posted by Picasa

Fyrstu dagarnir � Budapest Posted by Picasa

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

4 dagar í Búdó. Og hvað þarf maður að gera til að vera tilbúinn? Kannski þvo þvott? Pakka? Senda bréf? Fá gjaldeyri? Finna passann? hummm eitthvað fleira?

mánudagur, ágúst 14, 2006

Tímamót, kaflaskil, krossgötur...

Þroskasaga ungrar stúlku heldur áfram. Nú eru aðeins tvær vikur í brottför til Búdapest. Nýtt land, nýr skóli, nýir vinir.

Þórunn flutti til Íslands, Margrét eignast barn, Lára fer til Búdapest, Óli verður á götunni, Bjössi verður fullorðinn og Einar trallar með. Að ég tali nú ekki um verðandi foreldra Kristínu og Guðjón sem eru bara líka á Íslandi endalaust. (Ingvi og Magga breytast ekki neitt svo þau eru ekki með í upptalningunni). Prjónó og smíðó í upplausn.

En lífið heldur áfram og mannfólkið upplifir nýja hluti, lærir meðan lifir og lifir af lærdóminn. Þess vegna ber að fagna tímamótum.

Þetta er speki dagsins.

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

dagurinn í dag

í dag var ég að vinna í sweater market. það var bara allt í lagi. svo fór ég á wagamama. þar fékk ég miklu betri mat en hinir þrír. það var gaman ekki samt gaman fyrir þá sem fengu ekki góðan mat. svo fór ég að hjálpa þórunni og bjössa að pakka. það var ekkert svo gaman en samt svoldið gaman því ég fékk hvítvín. nú er íbúðin þeirra næstum því tóm. það er skrítið. á morgun ætla ég að halda kveðjupartí fyrir þórunni og bjössa. það verður gaman. en svo fer þórunn á hinn daginn. þá verður ekki gaman. vonandi verður það ekki ósamkvæmi.

p.s. karaflan komst í Ikea skúffurnar.

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Sumarhiti

Heitt heitt heitt,
ekki margir sem vilja kaupa lopapeysu í 30 stiga hita.
Sveitt sveitt sveitt
Vanti þig peysu láttu mig vita.

Já lífið í Sweatermarket er heitt þessa dagana. Hrein ull á tilboði en lítið um örtröð að útsöluborðinu. En þá er nú gott að skúra, skrúbba og bóna og auðvitað brjóta saman...

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Mömmu til heiðurs!

Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag,
hún á afmæææliii hún mamma sem er BESTA MAMMA Í HEIMI!
Hún á afmæli í daaaaag.

Húrra húrra húrra!


...og hér með færðu það skriflegt.

sunnudagur, júlí 02, 2006