þriðjudagur, mars 28, 2006

Þriðjudagskvöld

Sit með bleikar neglur í lopapeysu og kalt á tánum og spáí í það af hverju himininn sé blár. Af hverju er himininn blár?

Langt síðan neglurnar mínar hafa verið bleikar! Spáiðí það!

Táneglurnar eru ekki taldar með.

Af hverju ætli maður sé annars með neglur?

Að þykja grænmeti gott er hugarástand!

fimmtudagur, mars 23, 2006

Jamm djamm

Jæja, það er bara allt að verða vitlaus!

Eftir mjög svo hæga byrjun annarinnar er allt að komast í fimmta gír. Allt að gerast skal ég segja ykkur. Þetta byrjaði allt á Jótlandsför okkar hjúa ásamt nokkrum öðrum hjúum. Ferðasöguna má lesa hjá Þórunni eða Guðjóni frænda. Kósí mjólkurbúsferð það. Frekar fjölskyldulegur fílingur svona paraferð þar sem lítið var djammað en mikið kjammað....já og farið í fjallgöngu!

Verkefnavinna í skólanum á hug minn allan að örðu leyti. Það er sko geðveikt fullorðins verkefni. Búin að fara á tvo fundi í síðbuxum með gáfaða lúkkið....eins gáfað og það getur orðið, ég gerði mitt besta alla vega. Í hlut eiga umslagafyrirtæki og ráðgjafafyrirtæki og við þrjár stelpuskjátur í skólnaum. Mjög interesant allt saman en mjög lítill tími til stefnu og mjög miklar væntingar. Svo þá er bara að haska sér.

Annað kvöld mun þó verða kvöld afþreyingar hlustandi á stórhljómsveitina Trabant á Bryggen. Þeir eru sagðir vera miklir áhrifavaldar í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir á heimasíðunni www.bryggen.dk.....eins gott að missa ekki af svo merkilegu bandi!

Skrítið hvað ég er búin að fara á marga íslenska tónleika hérna í Köben. Gerði þetta ekki svo mikið á Íslandinu sjálfu. Ætli þetta sé dulin þjóðerniskennd?

Ekkert stress, yfir og bless!

þriðjudagur, mars 07, 2006

Búin að spila nóg í bili....

..svo hér koma nokkrir fróðleiksmolar um mig - verði ykkur að góðu!

4 STÖRF SEM ÉG HEF UNNIÐ VIÐ:

-arfareitingameistari í allt of mörg ár
-búðarkona, í gamla daga í Hagabúðinni og ekki svo mikið gamla daga í Rammagerðinni
-talsímakona á talsambandi við útlönd + 118
-kúkableijumeistari á Ægisborg í gamla daga og í Köben í fyrra...ljúfar minningar ikke?

4 KVIKMYNDIR SEM ÉG GÆTI HORFT Á AFTUR OG AFTUR:
-ég get yfirleitt horft á myndir oft þar sem ég er gædd þeim eiginleika að gleyma - svo sömu brandararnir eru fyndnir aftur og aftur og aftur og aftur...... og hvað var aftur plottið í Usual Suspects???? best að horfa bara á hana í sjöunda sinn og rifja það upp! Groundhog Day fær samt ekki að rúlla eina ferðina enn fyrr en í hárri elli.
-annars er eina myndin sem ég hef átt á spólu og horf á aftur of aftur og aftur af einskærri ánægju og löngun Four Weddings and a Funeral en það var nú aðallega af því að Hugh Grant var svo sætur.

4 STAÐIR SEM ÉG HEF BÚIÐ Á:
-Hjarðarhagi 56 á fimmtu hæð með útsýni sjóinn og margar æskuminningar
-Víðimelur 64 sem er ennþá "heima" og mun seint missa þann titil
-Calle Ferran og Comte de Urqell í Barcelona margt misjafnt mjölið í pokahorninu þar
-Öresundskollegíið á Amager litla holan okkar Óla sem hefur þó sinn sjarma

4 SJÓNVARPSÞÆTTIR SEM MÉR LÍKAR:
-24 ég er að missa mig
-Tvöfaldur Frasier alltaf góður - og fer vel með matnum
-Will og Grace því þau eru alltaf á eftir Frasier eða undan - góð með uppvaskinu
-Desperate Housewives meira svona upp í sófa eða þegar ég er löt

4 STAÐIR SEM ÉG HEF HEIMSÓTT Í FRÍI:
-Danmörk og Noregur og Svíþjóð voða kósí allt saman
-Ibiza og London hérna í denn
-Slóvenía og Feneyjar í einum kórpakka
-Prag fallegasta borgin af öllum og rómantískust
-Já og svo er líka gaman að fara til Jótlands

4 SÍÐUR Á NETINU SEM ÉG HEIMSÆKI DAGLEGA:
-æ það er nú aðallega pósturinn minn og svona, er ekkerts svo dugleg við daglegar heimsóknir en kíki reglulega á alla linkana mína hérna til hliðar...til þess eru þeir nú.

4 UPPÁHALDS MATUR:
-Ís - ég sakna gamla íssins og súkkulaðisósunnar
-svo margt svo margt að ég get ekki gert upp á milli
-allur matur sem er gúmmelaði er uppáhaldsmaturinn minn
-en mér finnst sellerí ekkert spes og nenni ekki að tyggja tyggigúmmí, svo er ég ekki hrifin af lifur því hún er svo skrítin undir tönn þó að sósan sé góð


4 STAÐIR SEM ÉG MYNDI FREKAR VILJA VERA Á ÞESSA STUNDINA:
asnaleg spurning - ég myndi hvergi annars staðar vilja vera en einmitt hér heima í svefnherbergi ein fyrir framan tölvuna að svara svona spurningum - er ekki lífshamingjan fólgin í því að vera ánægður þar sem maður er eða allavega gera sitt besta til þess að vera það?

Þetta var speki dagsins í boði Láru