þriðjudagur, apríl 11, 2006

List


Nýjasta listformið sem ég tjái mig með er uppröðun og ljósmyndun eldspýtna. Hér sjáið þið afrakstur erfiðis míns. Þetta verk kýs ég að kalla: Eldspýtur - svo miklu miklu meira!


Verkið var unnið sem innsetning á veitingastað á Jótlandi. Það er von mín að sem flestir fái notið myndarinnar hér á síðunni þar sem verkið fékk mjög litla umfjöllun í fjölmiðlum á Jótlandi.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

HVAÐ VERÐUR EIGINLEGA UM ÓLA?

Spennandi framhaldssaga með óvæntum endi....

....ekki missa af næsta þætti!

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Ég var bara að plata. Óli er ekki orðinn fiskur. Vona að þið hafið ekki verið mjög skelkuð.

Ég er hins vegar steingeit. Og steingeitur eru mjög jarðbundnar og vanafastar og vilja hafa hlutina í skorðum. Þess vegna mætti segja að það sé alveg kreizzzzí að ég hafi fengið bréf í dag um að umsókn mín um skiptinemapláss í Búdapest hafi verið samþykkt. Jahérnahér. Þá verð ég víst að fara! Verð að upplifa eitthvað nýtt. Kanna nýjar slóðir. Bæta við í sarp lífslærdómsins. Ó mæ god ég þarf að breyta út af vananum! Þvílík áskorun! Og það þýðir líka að ég þarf að taka toefl á morgun. Vona bara að ég sökki ekki jafn bigtæm og síðast....

yfir og út

laugardagur, apríl 01, 2006

Ólafur Fiskur Sverrisson


Hann Óli minn hefur ákveðið að gerast fiskur. Hér sjáum við hann við æfingar og aðlögun á lokastigi breytingarferilsins. Óla verður sárt saknað í heimi mennskra en við verðum þó að virða ákvörðun hanns og styðja hann eins og við mögulega getum. Ég bið vini og vandamenn því um að hugsa til Óla á næstu dögum er breytingin mun verða að veruleika.