fimmtudagur, maí 18, 2006

Í dag!

Sit á sloppnum í eldhúsinu. Er á leiðinni að fara að skila verkefni sem er búið að taka allt of langan tíma. Þrjár manneskjur búnar að vinna að því í meira en tvo mánuði..með nokkrum prófum inn í milli svo sem. Frá morgni til kvölds og aftur morguninn eftir og fram á kvöld. Nafnið mitt var komið á dyrnar heima hjá hópsysturinni sem við unnum hjá. Það var tekið niður með viðhöfn í gær. Í dag munum við skila DEGI of SNEMMA! Ekkert meir á síðustu stundu takk fyrir!

Langaði bara að deila þessu með ykkur því ég er stolt af verkefninu mínu.

mánudagur, maí 15, 2006

...

Ekki á morgun, ekki hinn heldur hinn!

fimmtudagur, maí 04, 2006

Læra Smæra

Sko, ef ykkur leiðist lærdómurinn, fáið ykkur þá bara nokkur rauðvínsglös með. Það gerir lærdómsferlið einhvern veginn miklu skemmtilegra.

miðvikudagur, maí 03, 2006

Læri læri tækifæri

Æ er ekki nóg komið af lærdómi? Hvað varð um regluna að það má ekki læra þegar sólin lætur sjá sig? Var það ekki annars regla? Er núna búin með 24 tíma próf, 72 tíma próf og hópritgerð. Við tekur tveggja vikna törn í að klára business project og svo tvö munnleg próf..... og hverjum fannst það sniðug hugmynd að vera í skóla?

Jæja læri læri tækifæri, tækifærin munu vonandi hrannast upp að þessu námi loknu. Tja já sei sei. Ég hlakka allavega til að fara í sumarfrí sem verður með lengra móti nú í ár. Mánaðar hvíld frá amstri hversdagsins. Var einmitt að kaupa flugmiða til Íslands áðan. Þaðan liggur svo leið okkar hjúa til Kaliforníu þar sem við ætlum að hitta vini okkar Seth og Marissu og sleikja sólina á rúlluskautum í strengbikiníi og tralla með. Ekki amalegt það.

Svo er gaman frá því að segja að ég er búin að fá sumarvinnu í hinni dönsku hliðstæðu Rammagerðarinnar, var ráðin á staðnum því ég hef reynslu í bransanum sjáiði til. Spurning hvort það gengur jafnvel að selja íslenskar lopapeysur í 25 stiga hita í Köben eins og í hrollköldu sumrinu á Íslandi.

Jæja, bakk tú bissniss...