fimmtudagur, júlí 27, 2006

Sumarhiti

Heitt heitt heitt,
ekki margir sem vilja kaupa lopapeysu í 30 stiga hita.
Sveitt sveitt sveitt
Vanti þig peysu láttu mig vita.

Já lífið í Sweatermarket er heitt þessa dagana. Hrein ull á tilboði en lítið um örtröð að útsöluborðinu. En þá er nú gott að skúra, skrúbba og bóna og auðvitað brjóta saman...

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Mömmu til heiðurs!

Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag,
hún á afmæææliii hún mamma sem er BESTA MAMMA Í HEIMI!
Hún á afmæli í daaaaag.

Húrra húrra húrra!


...og hér með færðu það skriflegt.

sunnudagur, júlí 02, 2006

 Posted by Picasa
 Posted by Picasa
 Posted by Picasa
 Posted by Picasa

Ameríka

jahérnahér, fólk farið að hafa áhyggjur af sloppahangsinu en óttist ei, Lára is back! Oh my gosh! Já búin að halda mig í Orange County síðustu vikuna og búin að pikka upp amerískuna alveg hægri vinstri. Hey dude! Búin að gæða mér á pönnukökum og beikoni í morgunmat og doghnuts í hádegismat og ég veit ekki hvað og hvað. Rootbeer Float er desert desertanna í landi tækifæranna, landi óttans og landi kvikmyndastjarnanna. Búin að feta í spor Swartsenegger í Hollywood og skoða Universal Studios, smakka dýrindis Pino Noir vín í Santa Ynez Valley þar sem vinir okkar úr Sideways áttu sætar og súrar stundir, sleppti því þó að drekka úr hrákaskálinni í þetta skiptið. Kom við á búgarði einskis annars en Andrews Firestone, bachelornum sem við féllum allar fyrir. Ohhh my GOSHHH! Alveg gorgious! Hitti hann reyndar ekki í eigin persónu en sá margar myndir af honum frá því í gamla daga og svona. Kiknaði í hnjánum. Búin að fara á ströndina líka, sóla mig og sörfa, Óli sá nú mest um það samt, eins og það sé honum í blóð borið sei sei já. Er ekki búin að fara á hjólaskauta ennþá reyndar en tók hjólatúr í staðinn. Já og gistum í danska bænum Solvangi þar sem æbleskiver og danski fáninn eru algjörlega inn. Bara eins og að koma heim. Kem samt heim heim í næstu viku. Sjöunda júlí. Ætla fyrst að halda upp á frelsi ameríkana á þriðjudaginn, andagtug og með auðmýkt í hjarta. Myndi fara á fyllerí á ströndinni berbrjósta ef það væri ekki bannað samkvæmt lögum. Óþarfi að láta stinga sér í steininn í útlöndum.

jæja, áfram með bjórinn og bíómyndina.