miðvikudagur, ágúst 23, 2006

4 dagar í Búdó. Og hvað þarf maður að gera til að vera tilbúinn? Kannski þvo þvott? Pakka? Senda bréf? Fá gjaldeyri? Finna passann? hummm eitthvað fleira?

mánudagur, ágúst 14, 2006

Tímamót, kaflaskil, krossgötur...

Þroskasaga ungrar stúlku heldur áfram. Nú eru aðeins tvær vikur í brottför til Búdapest. Nýtt land, nýr skóli, nýir vinir.

Þórunn flutti til Íslands, Margrét eignast barn, Lára fer til Búdapest, Óli verður á götunni, Bjössi verður fullorðinn og Einar trallar með. Að ég tali nú ekki um verðandi foreldra Kristínu og Guðjón sem eru bara líka á Íslandi endalaust. (Ingvi og Magga breytast ekki neitt svo þau eru ekki með í upptalningunni). Prjónó og smíðó í upplausn.

En lífið heldur áfram og mannfólkið upplifir nýja hluti, lærir meðan lifir og lifir af lærdóminn. Þess vegna ber að fagna tímamótum.

Þetta er speki dagsins.

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

dagurinn í dag

í dag var ég að vinna í sweater market. það var bara allt í lagi. svo fór ég á wagamama. þar fékk ég miklu betri mat en hinir þrír. það var gaman ekki samt gaman fyrir þá sem fengu ekki góðan mat. svo fór ég að hjálpa þórunni og bjössa að pakka. það var ekkert svo gaman en samt svoldið gaman því ég fékk hvítvín. nú er íbúðin þeirra næstum því tóm. það er skrítið. á morgun ætla ég að halda kveðjupartí fyrir þórunni og bjössa. það verður gaman. en svo fer þórunn á hinn daginn. þá verður ekki gaman. vonandi verður það ekki ósamkvæmi.

p.s. karaflan komst í Ikea skúffurnar.