þriðjudagur, janúar 30, 2007

Strákarnir MÍNIR

Ó Ó Ó vÓÓÓÓ
Hvílík spenna! Hvílíkur ÆSINGUR! Stelpurnar voru að fara á límingunni og þar með talin ég! Vóóóóóóóó.... og Alfreð Gísla maður! Hvílíkt hönk með hendurnar upp í loft og tunguna frammi í gómi! Við vorum alveg að vinna þetta maður! Ég og Robbi og Óli Stef.... við vorum að taka þetta! Sáuð þið snúningsmarkið hjá Robba í fyrri hálfleik? Ég kennd´onum´etta. Geðveikur leikur, geðveik spenna. Mér gæti bara ekki verið meira sama hvort við komumst í fimmta sætið eða ekki núna, ekki á þessari stundu. Ó mæ gooooooood skilurðu.

Stelpuhandboltakvöld þar sem höndum var klappað og fótum stappað. Svo ótt og títt að nágranninn á neðri sá sig tilneyddan til að nota kústinn til að banka upp í okkur á móti. Vóóó maður. Strákarnir OKKAR stóðu sig vel. Gæti vart verið stoltari af þeim. Glitruðu tár á hvörmum í stofunni er við hlustuðum á rúv eftir útsendingu og heyrðum í þeim vonsviknum og brotnum. Og Ulrich tapar sko geðveikt í hver-er-sætasti-þjálfarinn-keppninni!!!!!!!! Já púúúú.

Áfram Pólland!

mánudagur, janúar 29, 2007

Bíó

Hafið þið einhvern tímann lent í því að það standi enginn upp eftir að myndin í bíó er búin fyrr en löngu eftir að skroll-listinn er búinn og tónlistin og allt slökkt, af því að allir sem voru að horfa á myndina eru svo uppteknir af að ræða plottið í henni og velta fyrir sér hvað hafi í raun og veru gerst að þeir bara beinlínis gleyma því að fara úr bíóinu? Ég lenti í því í kvöld. Magnað.

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Og fyrir valinu varð......daddaradddarææææ.....


We come from the land of the ice and snow, From the midnight sun where the hot springs blow.

Ohhh baby please take me hoooooooome.....

Já lesendur góðir - rokk og ról - we are on our way to ICELAND

Ísland ó Ísland, landið sem hefur okkur alið
og er okkur í hjarta falið
þar hafa tær okkar kalið.


Yfir og út



fimmtudagur, janúar 11, 2007

Ó mæ god Ó mæ god

Ísland eða Danmörk - það er stóra spurningin!

Hvað finnst þér?

p.s. gleðilegt ár Hilla!