þriðjudagur, apríl 03, 2007

Flutningsundirbúningur hafinn

Þá er komið að því. Flutningsundirbúningur er formlega hafinn. Í dag kom ég 20 flyttekössum í hús. Sagði sölumanninum hátíðlega að ég ætlaði að fá 20 kassa, spurði svo hvort hann héldi að ég gæti borið þá alla sjálf. Hann svaraði - hvis du er motiveret - Það vantaði ekki mótivasjónina en ég ákvað þó að fara tvær ferðir. Það var meira en að segja það að halda á þessum ferlíkum heim. Ég prófaði að hafa þá á höfðinu og hvaðeina, var fegin hjálpinni þegar ég fékk Steinunni nágranna með mér til að sækja seinni posjónina. Nú er hins vega ekkert sem hamlar því að fara að setja ofaní kassa. Hvað á að fara með? Hvað á að verða eftir? Reyni að grisja ruslið frá gersemunum. En þetta er allt svo ómissandi...eldhúsborðið sem fannst í ruslinu en er svo design, rúmið sem er yndislega stórt, allar bækurnar sem ég náði ekki alveg að klára í skólanum en hef mjög fögur fyrirheit um að gera góð skil í frístundum í framtíðinni.