miðvikudagur, júní 20, 2007

Í dag fór ég á bókhlöðuna

Það var gaman

þriðjudagur, júní 19, 2007

MUNA...

....ekki velja mér innanhússmálun sem ævistarf

....hekla dúllur eins og vindurinn

-

fimmtudagur, júní 14, 2007

Lufsa

Í dag tók ég til í gamla fataskápnum mínum heima hjá mömmu og pabba. Setti í poka það sem ég er löngu hætt að nota og ætla að gefa í rauða krossinn og svo í annan poka það sem er orðið svo gamalt og ljótt og blettótt að það má bara fara í tunnuna. Samt er heilmikið eftir sem ekki fékk að verma neinn poka. Föt sem eru heil og fín og ég notaði fullt í gamla daga - föt sem jafnvel má lífga við á ný, kannski klippa neðan af eða bara skella sér í á góðum nostalgíudegi. Svo fann ég líka þennan fína kjól sem ég var bara alveg búin að gleyma að ég ætti. Svo þegar Óli segir næst: hvað, er þetta eitthvað nýtt? Þá get ég bara með góðri samvisku sagt: Þessi gamla lufsa!