fimmtudagur, desember 20, 2007

Bööhöööö...

...nú er mér illt í hálsinum og hálfóglatt og er andvaka. Það er ekkert svo gaman.

Það var samt gaman í gær því þá átti Óli afmæli og við héldum virðulegt afmælisboð fyrir ömmur of afa og heldra fólk. Það er því búið að gera jólahreingerninguna á þessum bæ (fóru nú bara tveir dagar í að skúbba skítnum burt svei mér þá) - Í dag festum við svo kaup á dýrðarinnar litlu og dásamlegu jólatré. Ég vildi nú helst setja það upp og skreyta strax í dag en það fékk ekki mikinn hljómgrunn meðal annarra heimilismeðlima (Óla og Hlöðvers jólagríss). Ég bíð því bara spennt eftir að Þorláksmessa gangi í garð.

þriðjudagur, desember 11, 2007

Forréttindi eða bögg - það er stóra spurningin!

Að skrifa ritgerð er langt lærdómsferli.

Í dag finnst mér eins og ég sé búin að læra eitthvað.

Það er samt erfitt að segja nákvæmlega hvað það er.

Það eru forréttindi að fá að pæla í einhverju efni á áhugasviði manns í svo langan tíma.
(sagði námsráðgjafinn sem hélt fyrirlestur um lokaverkefnavinnu í skólanum mínum)

Ég er sammála henni.

Mér finnst það samt ekki alveg jafnmikil forréttindi að þurfa að skrifa allar þessar pælingar niður á blað í rökréttu samhengi og allt í réttri röð til að það verði auðlesið fyrir aðra sem gætu viljað pæla í því sama.

Það er eiginlega pínu bögg.






(p.s. ég er byrjuð að prjóna lopapeysu á Óla - jííííhaaaa)

fimmtudagur, desember 06, 2007

Meiri snjó meiri snjó meiri snjó

Loksins snjóar þannig að sjáist hvítt á jörð!!! Jibbí og húrrrraaa!!!
Þetta passar svo miklu betur við aðventuljósin og jólakonfektið heldur en rigning og rok!
Ég er búin að bíða eftir snjónum frá því um miðjan nóvember (um það leyti sem ég kveikti á aðventuljósinu í fysta sinn) svo það var alveg kominn tími á hann.

Nú eru konfekttegundirnar orðnar tvær og sú þriðja í bígerð. Mér hefur sannarlega tekist að búa til konfekt sem gæti hlotið titilinn "Ljótasta konfekt Íslandssögunnar" en ég held samt þetta sé eins og með fiskana...þeim mun ljótari sem þeir eru þeim mun betri á bragðið - og ég held mig fast við það.

Nú er líka loksins búið að klára að flísaleggja á baðinu hjá okkur svo það verður hægt að fara í jólabaðið hér á Hverfisgötunni - kominn tími á góða sturtu eftir tveggja mánaða úthald í sturtuleysi og iðnaðarmannadrullumalli. Nú fer að verða óhætt fyrir ykkur öll þarna úti að koma í heimsókn án þess að þurfa að hræðast það að sokkar verði skítugir og heimafólk illa lyktandi. Halelúja!