laugardagur, febrúar 10, 2007

Viðskiptahornið

Ég rakst á alveg ótrúlega áhugavert blogg í gærkvöldi, ætlaði varla að geta slitið mig frá því til að fara að sofa þó klukkan væri að ganga tvö og skóli klukkan 8. Deili því hér með með ykkur sem hafið áhuga á að fræðast um viðskiptamódel, hugleiðingar um stjórnun, stefnumótun, nýsköpun og álíka nördaskap http://business-model-design.blogspot.com/. Höfundurinn er ráðgjafi á á sviði stjórnunar og stefnumótunar og deilir með lesendum hugleiðingum sínum og áhugaefnum. Setur fræðin í skemmtilegan og auðlesanlegan búning. Hver hefur ekki gaman að þessu? Maður spyr sig...

föstudagur, febrúar 09, 2007

Tek sjálfa mig á sálfræðinni...

Jæja, nú nenni ég ekki þessari sjálfsvorkunn lengur. Nú er um að gera að bretta hendur fram úr ermum, kafa lengst upp að öxlum, klípa í löngutöng og bókstaflega þvinga hendina út úr fjárans erminni. Já og HANANÚ. Er það ekki bara á gætt plan! Ætli það fáist útúrermihandaþvingari í Silvan eða Húsasmiðjunni kannski? Það væri nú vert að athuga það - kannski ég gæti orðið rík á þessari hugmynd. Það er nefnilega einmanalegt og erfitt verkefni að koma sér af stað í lokaverkefnavinnu. Mikil áskorun skal ég segja ykkur. Þess vegna hef ég ákveðið, bara akkúrat í dag, að ég ætli að (reyna að) HÆTTA að horfa skelfingaraugum á komandi mánuði. Þess í stað mun jákvæðni ríkja í sál minni og huga og hjarta og gleði og hamingja og eftirvænting fær að koma í stað hræðslu og hryllings. Já GLEÐI og EFTIRVÆNTING!!!!!!!! Það er SPENNANDI og GAMAN að FÁ að vinna lokaverkefni, fá að einbeita sér að ákveðnu verkefni í langan langan tíma og sökkva sér ofan í það og bara það og ekkert annað. Það er GAMAN! Ég er GLÖÐ og SPENNT og MÓTIVERUÐ og það er GAMAN!




Þeir sem verða varir við önnur viðhorf í fari mínu á næstu mánuðum mega gjarnan minna mig á þetta blogg.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Ein ég sit og sauma....

AAAaaaaaaaalein.

Vorkennið mér núna.

Takk.