föstudagur, febrúar 29, 2008

Skemmtileg hugleiðing um lokaritgerðir

Ég var að uppgötva skemmtilega staðreynd um lokaritgerðasmíð mína.
Það er sama í hvaða kafla ég er að vinna þá stundina - mér finnst alltaf sá hinn sami kafli hljóta að vera mikilvægasti kaflinn í verkinu, alveg hreint undirstöðuatriði að þessi kafli sé góður, verkið í heild stendur og fellur með því að methodology kaflinn sé fullkominn, að intro kaflinn sé óaðfinnanlegur, að case kaflinn sé smart, að skilgreiningarnar séu vel úr garði gerðar og svo framvegis. Alltaf skal þessi eini kafli sem er fyrir sjónum mínum hverja stund vera sá allra allra mikilvægasti.

Niðurstaða A: Ég hlýt að vera að gera eitthvað voða voða mikilvægt á hverjum degi!

Niðurstaða B: Ég gæti mögulega verið með vott af fullkomnunaráráttu!

Niðurstaða C: Það er gaman að gera lokaritgerð! (ef þú trúir því nógu mikið þá er það satt! :)

laugardagur, febrúar 23, 2008

Orð

Dúddamía!
Það er ekkert endilegt
Ojjj en ógó
Þetta er nú ekki mjög dannað

Hér sjáið þið nokkur orð sem eru mér töm í daglegu tali. Ég hef hins vegar, í gegnum tíðina, fengið þær athugasemdir frá hinum og þessum aðilum sem vilja meina að þetta séu beinlínis ekki orð.

Það finnst mér frásinna.

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Mig langar til að prjóna þennan jakka næst. Já eða svona peysu
eða jafnvel svona pils. Möguleikarnir eru endalausir....endalausir....endalausir......endalausir möguleikar til að prjóna.

Best að halda áfram að læra.

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Tónlist

Þegar ég sit og læri finnst mér gott að hlusta á notalega og skemmtilega tónlist - tónlist sem er laus við þungan trommutakt og diskófjör - tónlist sem er í senn falleg, skemmtileg, flott og þægileg.

Nú er ég búin að hlusta á sömu lögin aðeins of oft og vantar nýja tónlist á ipodinn minn góða.

En það er erfitt að uppgötva nýja tónlist án þess að vera bent á hana.

Lumar þú á góðri tónlist?

Hver er uppháldstónlistarmaðurinn þinn?

Hver er uppáhalds-notalega-tónlistin þín?

Svör óskast!

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Pönk

Tékkið á þessu:

Pönklaga samkeppni Þjóðleikhússins og Rásar2

Ég kaus Vafasama Síðmótun og hlakka til að fá miða í verðlaun...vonandi!