föstudagur, febrúar 29, 2008

Skemmtileg hugleiðing um lokaritgerðir

Ég var að uppgötva skemmtilega staðreynd um lokaritgerðasmíð mína.
Það er sama í hvaða kafla ég er að vinna þá stundina - mér finnst alltaf sá hinn sami kafli hljóta að vera mikilvægasti kaflinn í verkinu, alveg hreint undirstöðuatriði að þessi kafli sé góður, verkið í heild stendur og fellur með því að methodology kaflinn sé fullkominn, að intro kaflinn sé óaðfinnanlegur, að case kaflinn sé smart, að skilgreiningarnar séu vel úr garði gerðar og svo framvegis. Alltaf skal þessi eini kafli sem er fyrir sjónum mínum hverja stund vera sá allra allra mikilvægasti.

Niðurstaða A: Ég hlýt að vera að gera eitthvað voða voða mikilvægt á hverjum degi!

Niðurstaða B: Ég gæti mögulega verið með vott af fullkomnunaráráttu!

Niðurstaða C: Það er gaman að gera lokaritgerð! (ef þú trúir því nógu mikið þá er það satt! :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég ætla að tileinka mér þetta viðhorf. Vel svo C-kostinn því þá líður mér best. Það er gaman að gera lokaritgerð, það er gaman að gera lokaritgerð...