þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Tónlist

Þegar ég sit og læri finnst mér gott að hlusta á notalega og skemmtilega tónlist - tónlist sem er laus við þungan trommutakt og diskófjör - tónlist sem er í senn falleg, skemmtileg, flott og þægileg.

Nú er ég búin að hlusta á sömu lögin aðeins of oft og vantar nýja tónlist á ipodinn minn góða.

En það er erfitt að uppgötva nýja tónlist án þess að vera bent á hana.

Lumar þú á góðri tónlist?

Hver er uppháldstónlistarmaðurinn þinn?

Hver er uppáhalds-notalega-tónlistin þín?

Svör óskast!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það væri kannski gott að vita hvað þú ert alltaf að hlusta á svo maður bendi þér ekki á það sama!!

Annars mæli ég með LayLow, HafdísiHuld, HildiVölu, Emiliönu Torrini, Bítlunum, Pál Óskar þá sérstaklega hann og Moniku og plötuna hans Palli, Baggalútur, Platan lög til að skjóta sig við með Sviðinni Jörð, Heimilstónar, Íslensk sönglög í kórútgáfum, Magga Stína að syngja Megas, Sprengjuhöllin, Tom Waits, Robbie Willims (allveganna nokkur lög með honum), Tracy Chapman og svo náttúrlega fullt af fallegum einstökum lögum.

Þórunn sagði...

Noh, voðalega er síðan orðin flott og kúl hjá þér. Allt annað líf bara!

Þórunn prjónakona

Hjördís sagði...

Mæli með Leonard Cohen, Eivöru, Páli Rósikrans (Your Song disknum), Pink Floyd, Queen, Joss Stone, Emilíönu Torrini, Nirvana unplugged, Jewel, Best of Destinys Child þegar þú ert að þrífa :), samsuðu af gömlum klassískum rokkslögurum.

ég átti fleiri uppáhöld en er eins og þú orðin töluvert mikið þreytt á tónlistinni minni svo það er svoldið erfitt að mæla með :)

kleinur og knús xxx

Nafnlaus sagði...

ég var að kaupa mér nýja diskinn með Ellen Kristjáns, mér finnst hún algört æði og nær alltaf að róa mig niður enda með svo seiðandi söngrödd

d sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

palli minn er bestur og robbie minn líka og rufus wainright og hljómsveitin feeling. og háskólakórinn hef ég heyrt að sé ágætur

KA sagði...

Mér finnst ég verða að bæta við þar sem óskað var eftir þægilegri pælingar-tónlist:
1. Peace Orchestra
2. Mike Oldfield
3. Mezzoforte