föstudagur, febrúar 09, 2007

Tek sjálfa mig á sálfræðinni...

Jæja, nú nenni ég ekki þessari sjálfsvorkunn lengur. Nú er um að gera að bretta hendur fram úr ermum, kafa lengst upp að öxlum, klípa í löngutöng og bókstaflega þvinga hendina út úr fjárans erminni. Já og HANANÚ. Er það ekki bara á gætt plan! Ætli það fáist útúrermihandaþvingari í Silvan eða Húsasmiðjunni kannski? Það væri nú vert að athuga það - kannski ég gæti orðið rík á þessari hugmynd. Það er nefnilega einmanalegt og erfitt verkefni að koma sér af stað í lokaverkefnavinnu. Mikil áskorun skal ég segja ykkur. Þess vegna hef ég ákveðið, bara akkúrat í dag, að ég ætli að (reyna að) HÆTTA að horfa skelfingaraugum á komandi mánuði. Þess í stað mun jákvæðni ríkja í sál minni og huga og hjarta og gleði og hamingja og eftirvænting fær að koma í stað hræðslu og hryllings. Já GLEÐI og EFTIRVÆNTING!!!!!!!! Það er SPENNANDI og GAMAN að FÁ að vinna lokaverkefni, fá að einbeita sér að ákveðnu verkefni í langan langan tíma og sökkva sér ofan í það og bara það og ekkert annað. Það er GAMAN! Ég er GLÖÐ og SPENNT og MÓTIVERUÐ og það er GAMAN!




Þeir sem verða varir við önnur viðhorf í fari mínu á næstu mánuðum mega gjarnan minna mig á þetta blogg.

1 ummæli:

Óli sagði...

Þarna þekki ég þig stelpa!