fimmtudagur, október 18, 2007

Hvað er í matinn?

Hver kannast ekki við þessa eilífðarspurningu og þá raun sem það getur verið að leitast við að svara henni? aftur og aftur og aftur...

Hér er lausnin: Hvaðerímatinnpunkturis

Nú geta þreyttar húsmæður og hugmyndasnauðir húsfeður hætt að hafa alltaf bara hakk og spaghettí og fajitas til skiptis og hrísgrjónagraut til hátíðarbrigða því hvaðerímatinnpunkturis tekur af okkur ómakið. Þetta kallar maður þjónustu!

Vildi bara að það væri líka til svona: hvareriðnaðarmaðurinnpunkturis :)

Yfir og út

1 ummæli:

d sagði...

brilljant hugmynd. Ég legg til að bætt verði við þetta:

Afmælisgjafirhandakonunninæstufimmtíuárinpunkturis

Brúðkaupsafmælisgjafirfyrirhugmyndasnauðaeiginmennpunkturis

Þvottaskipulagpunkturis

Hvaðáaðgeraviðþrjóskbörnpunkturis

Allt handhægar lausnir á leiðigjörnum vandamálum