fimmtudagur, desember 06, 2007

Meiri snjó meiri snjó meiri snjó

Loksins snjóar þannig að sjáist hvítt á jörð!!! Jibbí og húrrrraaa!!!
Þetta passar svo miklu betur við aðventuljósin og jólakonfektið heldur en rigning og rok!
Ég er búin að bíða eftir snjónum frá því um miðjan nóvember (um það leyti sem ég kveikti á aðventuljósinu í fysta sinn) svo það var alveg kominn tími á hann.

Nú eru konfekttegundirnar orðnar tvær og sú þriðja í bígerð. Mér hefur sannarlega tekist að búa til konfekt sem gæti hlotið titilinn "Ljótasta konfekt Íslandssögunnar" en ég held samt þetta sé eins og með fiskana...þeim mun ljótari sem þeir eru þeim mun betri á bragðið - og ég held mig fast við það.

Nú er líka loksins búið að klára að flísaleggja á baðinu hjá okkur svo það verður hægt að fara í jólabaðið hér á Hverfisgötunni - kominn tími á góða sturtu eftir tveggja mánaða úthald í sturtuleysi og iðnaðarmannadrullumalli. Nú fer að verða óhætt fyrir ykkur öll þarna úti að koma í heimsókn án þess að þurfa að hræðast það að sokkar verði skítugir og heimafólk illa lyktandi. Halelúja!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef þér finnst konfektið þitt eitthvað of ljótt, skal ég alveg taka það. Borgar sig bara að losa sig við það sem fyrst og ekki smakka áður. Víðimelur 44, takk. ;)

Og til hamingju með nýja baðherbergið - og snjóinn!

Nafnlaus sagði...

Praise the Lord!