fimmtudagur, desember 20, 2007

Bööhöööö...

...nú er mér illt í hálsinum og hálfóglatt og er andvaka. Það er ekkert svo gaman.

Það var samt gaman í gær því þá átti Óli afmæli og við héldum virðulegt afmælisboð fyrir ömmur of afa og heldra fólk. Það er því búið að gera jólahreingerninguna á þessum bæ (fóru nú bara tveir dagar í að skúbba skítnum burt svei mér þá) - Í dag festum við svo kaup á dýrðarinnar litlu og dásamlegu jólatré. Ég vildi nú helst setja það upp og skreyta strax í dag en það fékk ekki mikinn hljómgrunn meðal annarra heimilismeðlima (Óla og Hlöðvers jólagríss). Ég bíð því bara spennt eftir að Þorláksmessa gangi í garð.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Hvað segir þú í dag, Hlöðver grís? *oink oink*

...jóla hvað!?

Nafnlaus sagði...

Iss, ég skreytti mitt þann 30. nóv enda þurfti ég ekki að spyrja neinn jólagrís:) Gleðileg jól ezzgan, sjáumst þann 29.

Bidda