þriðjudagur, desember 11, 2007

Forréttindi eða bögg - það er stóra spurningin!

Að skrifa ritgerð er langt lærdómsferli.

Í dag finnst mér eins og ég sé búin að læra eitthvað.

Það er samt erfitt að segja nákvæmlega hvað það er.

Það eru forréttindi að fá að pæla í einhverju efni á áhugasviði manns í svo langan tíma.
(sagði námsráðgjafinn sem hélt fyrirlestur um lokaverkefnavinnu í skólanum mínum)

Ég er sammála henni.

Mér finnst það samt ekki alveg jafnmikil forréttindi að þurfa að skrifa allar þessar pælingar niður á blað í rökréttu samhengi og allt í réttri röð til að það verði auðlesið fyrir aðra sem gætu viljað pæla í því sama.

Það er eiginlega pínu bögg.






(p.s. ég er byrjuð að prjóna lopapeysu á Óla - jííííhaaaa)

2 ummæli:

Harpa Hrund sagði...

úff skil þig

Nafnlaus sagði...

Forréttindi!
Sérstaklega að geta síðan farið í forréttindagöngutúr með mér og við fengið okkur forréttindakaffi... mú ha ha, Sigga