laugardagur, október 07, 2006

Líf og fjör í landi sírenuvæls

Já hér er líf og fjör. Hér er sírenuvæl og hér er frægur forsætisráðherra og hér er skóli og hér er.... æ andstreymið og innblásturinn ekki upp á sitt besta í kvöld. Ég er þó búin að afreka það að elda mat og bjóða tveimur vinkonum úr skólanum í heimsókn og eiga notalega kvöldstund. Ég fór líka í helgarferð til Köben um daginn. Það var mjög notalegt. Fékk innblástu þar fyrir næstu vikurnar í Búdó. Það er ennþá gott veður, sól og sumar en í gærkvöldi var samt orðið svolítið kalt þegar ég kom úr skólanum klukkan níu. Já, talandi um veðrir, sannur Íslendingur. En af hverju er Íslendingum kalt? Ættum við ekki að vera sterkust af okkur í kulda? Útlendingum finnst það allavega skrítið þegar ég kvarta og kveina yfir fyrstu haustmerkjunum. Samt fannst mér líka of heitt um daginn. Humm ætli maður geti alltaf kvartað yfir einhverju? Næsta heit mitt verður að hætta að kvarta.

Engin ummæli: