sunnudagur, júlí 01, 2007

Nýr lífsstíll?

Kaffiofgnótt á laugardagsmorgnum í stað skemmtanaofgnóttar á föstudagsnóttum....

Í stað þess að fara út í öl í gærkvöldi, sem var föstudagskvöld, ákváðum við hjúin að fara snemma að sofa og vakna snemma í morgun, á laugardagsmorgni, svona til að prófa líf morgunhananna einu sinni. Það tókst með ágætum að vakna um níu leytið - vorum svo komin út á Laugaveg um klukkan tíu. Tveir kaffibollar á fastandi maga úti í Mallorkaveðri, sitjandi fyrir utan tíu dropa, hlustandi á dönsku gamalmennin og amerísku gamalmennin og sitt hvað fleira sem fyrir eyrum varð í túristaparadísinni Reykjavík. Einu sinni talaði maður um að það væri ekki þverfótandi fyrir Íslendingum á Strikinu - nú er ekki þverfótandi fyrir dönum á Laugaveginum! Svona breytist nú sitt hvað með tímanum. Jæja, því næst var förinni heitið í Skífuna að hlusta á vel valda nýja íslenska tónlist. Þar hrifumst við einna helst af B.Sig og Fnyki og ákváðum að styrkja þessa listamenn í stað þess að ræna þeim á netinu...góðverk dagsins myndi ég segja. Röltum því næst niður á Austurvöll, sóluðum okkur meira og drukkum meira kaffi - ennþá á fastandi maga - úr því varð góður magaverkur - þó betra að vera með kaffimagaverk en áfengisælupest (góður punktur!) Sátum í þónokkurn tíma í sólinni, skoðuðum mannlífið og nutum. Skoðuðum svo Austurríkið og dýrðirnar þar og röltum í rólegheitum heim á leið með viðkomu í bakaríinu. Smurðum nestiskörfu og fórum í pikknikk í nýja garðinum hjá Hannesi. Vorum þar í allnokkurn tíma áður en leiðin lá heim á ný............og þá var klukkan rétt rúmlega tvö - kannski hálfþrjú!!!! ...og allur dagurinn eftir bara!!! Vóóóóó!!!!! HA??? Já, svona getur verið ágætt að vera morgunhani um helgar.

Eftir þetta erum við búin að setja saman Ikea dót, taka upp úr kössum og gera fínt hérna heima, fá þrjár heimsóknir - sem ekki sköruðust - elda dýrindis mat og auk þess heklaði ég sex dúllur (bara 37 eftir núna) og kláraði að prjóna bolinn sem ég byrjaði á fyrir tveimur árum. Morgunstund gefur líklegast bara gull í mund eftir allt saman.

Nú er bara spurningin hvort þessi nýjung sé komin til að vera...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jahá það borgar sig oft að vakna snemma!! Ég vaknaði líka snemma þrátt fyrir föstudagsöl og var búin að flytja klukkan þrjú á laugardaginn! :o)

Unknown sagði...

vá. þið eruð rosaleg.

Unknown sagði...

Ohhh... þú ert svo mikil dúlla að vera að hekla dúllur!

Nú eru fjórar vikur til stefnu.

Tóta og Bjössi

Erna María sagði...

vá, en þið sniðug :)

Svo gaman þegar tíminn nýtist svona vel, en maður er ekki að endalausum tíma að bíða eftir að eitthvað sniðugt gerist.

Vera sinnar eigin gæfu smiður, þar er mitt mottó :)