miðvikudagur, júlí 25, 2007

púha

púha...það er ekkert grín að hafa titilinn "húseigandi" - allur dagurinn hefur farið í símtöl og samtöl við pípara, nágranna, fasteignasölu og fyrri eiganda - og fleiri en eitt og fleiri en tvö við flesta aðila. Nú er ég kominn með spenning í magann og skjálfta af öllu ruglinu. Málin þó líklegast eitthvað að leysast og allt í góðu - en tekur einbeitinguna frá öllu öðru á meðan. pÚhA

3 ummæli:

Hjördís sagði...

vonandi er þetta streð búið og þú í rétti :) læri læri tækifæri :) einbeitingarstraumar...

Nafnlaus sagði...

Fyndið ég er búin að vera fara bloggsíðu hringinn í morgun og hef rekist mikið á fullorðins tal húseigend,vísitölufjölskyldu og jafnvel verðbætur hafa skotið upp kollinum! Agalega erum við öll orðin fullorðin eitthvað.....

Erna María sagði...

úff já, þetta er allt frekar yfirþyrmandi, ég segi að við ættum að drekka þeim mun meiri bjór til að vega upp á móti þessu fullorðinstali!!

já eða jafnvel taka oftar í vörina til að halda í liðna tíma!!