mánudagur, júlí 16, 2007

Sumarsæla

Sumarbústaðasæla átti sér stað um helgina. Við Óli lögðum af stað í Skorradalinn hvort í sínum bíl...svona er nú bílaveldið á manni :) með sinn hvorn einkabílstjórann - á föstudaginn var. Veðrið lofaði góðu og fjögur(við óli og einkabílstjórarnir)lögðum við af stað í fjallgöngu á Skessuhornið ógurlega. Þúfur og ár voru sigraðar við mismikla gleði þó. Ég var ekki jafnglöð alla leiðina allavega - enda ekki mikil fjallageit þó að steingeit sé. Það var nú samt indælt að dröslast þetta í svona góðu veðri og kappið jókst eftir því sem ofar dró. Þegar grasið var við það að enda og möl og grjót að taka við fannst mér nú þó nóg komið og farið að hvessa heldur mikið og ákvað að snúa við við annan mann (aðra konu). Fræknir fjallagarparnir úr hinum bílnum héldu áfram inn í þokuna. Mér leist nú ekki á blikuna þegar þeir hringdu tveimur tímum seinna og sögðust þá vera á toppnum, á fjórum fótum í klettunum með þverhnípið fyrir neðan sig. Glaðir komu þeir svo heim sex tímum eftir að lagt var af stað - en þá höfðum við stelpurnar sturtað okkur, opnað vínflöskuna, útbúið matinn og beðið, nartað í kex og osta og beðið og beðið. Grillmaturinn var loks snæddur um miðja nótt. Södd og sæl fórum við í háttinn og sóluðum okkur það sem eftir lifði helgar. Nú er ég bara ein brunarúst - sæl og glöð eftir góða helgi og nýt þess að blogga um atburði helgarinnar í stað þess að lesa greinina um small firm internationalisation - því það er svo gott að blogga á bókhlöðunni!

5 ummæli:

Erna María sagði...

Greinlega skemmtileg helgi, Leitt að geta ekki verið með þér á Bókhlöðunni en ég verð að gera besta úr því að dunda mér í sólinni í sveitinni minni fögur :)

Sjáumst seinna væna mín...

Unknown sagði...

huggó helgi.

Hjördís sagði...

Hlaðan í fyrramálið, stóla á þig :)

Nafnlaus sagði...

Fékkstu bílriðu á leiðinni?

Nafnlaus sagði...

Nú bíð ég spennt eftir bloggi um hvernig verslunarferðin mikla gekk???

Þórunn