mánudagur, ágúst 14, 2006

Tímamót, kaflaskil, krossgötur...

Þroskasaga ungrar stúlku heldur áfram. Nú eru aðeins tvær vikur í brottför til Búdapest. Nýtt land, nýr skóli, nýir vinir.

Þórunn flutti til Íslands, Margrét eignast barn, Lára fer til Búdapest, Óli verður á götunni, Bjössi verður fullorðinn og Einar trallar með. Að ég tali nú ekki um verðandi foreldra Kristínu og Guðjón sem eru bara líka á Íslandi endalaust. (Ingvi og Magga breytast ekki neitt svo þau eru ekki með í upptalningunni). Prjónó og smíðó í upplausn.

En lífið heldur áfram og mannfólkið upplifir nýja hluti, lærir meðan lifir og lifir af lærdóminn. Þess vegna ber að fagna tímamótum.

Þetta er speki dagsins.

6 ummæli:

Guðjón sagði...

Já, það eru ýmis "breytingaskeið" í vændum. Það er víst óhætt að fullyrða það. ;)

En seg mér. Er Margrét búin að eiga ?!?

Lára sagði...

Nei ekki ennþá..síðast þegar ég vissi!

d sagði...

Já líf þitt gæti sannarlega rúmast sem Sunnudagsmynd Ríkissjónvarpsins: Jeg hedder Laura, þroskasaga ungrar stúlku á vergangi um Evrópu...

Ýrr sagði...

akkurru ertu aldrei á MSN?

Nafnlaus sagði...

nennir´ekk´ ad thurrka mig upp ef eg leysist upp á undan thér? ok

Lára sagði...

ha?