fimmtudagur, mars 23, 2006

Jamm djamm

Jæja, það er bara allt að verða vitlaus!

Eftir mjög svo hæga byrjun annarinnar er allt að komast í fimmta gír. Allt að gerast skal ég segja ykkur. Þetta byrjaði allt á Jótlandsför okkar hjúa ásamt nokkrum öðrum hjúum. Ferðasöguna má lesa hjá Þórunni eða Guðjóni frænda. Kósí mjólkurbúsferð það. Frekar fjölskyldulegur fílingur svona paraferð þar sem lítið var djammað en mikið kjammað....já og farið í fjallgöngu!

Verkefnavinna í skólanum á hug minn allan að örðu leyti. Það er sko geðveikt fullorðins verkefni. Búin að fara á tvo fundi í síðbuxum með gáfaða lúkkið....eins gáfað og það getur orðið, ég gerði mitt besta alla vega. Í hlut eiga umslagafyrirtæki og ráðgjafafyrirtæki og við þrjár stelpuskjátur í skólnaum. Mjög interesant allt saman en mjög lítill tími til stefnu og mjög miklar væntingar. Svo þá er bara að haska sér.

Annað kvöld mun þó verða kvöld afþreyingar hlustandi á stórhljómsveitina Trabant á Bryggen. Þeir eru sagðir vera miklir áhrifavaldar í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir á heimasíðunni www.bryggen.dk.....eins gott að missa ekki af svo merkilegu bandi!

Skrítið hvað ég er búin að fara á marga íslenska tónleika hérna í Köben. Gerði þetta ekki svo mikið á Íslandinu sjálfu. Ætli þetta sé dulin þjóðerniskennd?

Ekkert stress, yfir og bless!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Allir eru að verða eitthvað svo fullorðins.....

Sjáumst annars á þjóðrembutónleikum Trabants í kvöld!

�engill sagði...

Hvar fóruð þið í fjallgöngu í Danmörku? Ég bara spyr!!! ;)

Nafnlaus sagði...

Kallast Himmelbjerget fjallganga???

Farðu nú að láta sjá þig á skypinu stelpa!!!

Lára sagði...

Ég meina...keyrðum upp á hól og gengum svo upp að turninum efst á hólnum! Er það ekki fjallganga?

Ýrr sagði...

æji, fullorðins er fyrir aumingja.