þriðjudagur, mars 28, 2006

Þriðjudagskvöld

Sit með bleikar neglur í lopapeysu og kalt á tánum og spáí í það af hverju himininn sé blár. Af hverju er himininn blár?

Langt síðan neglurnar mínar hafa verið bleikar! Spáiðí það!

Táneglurnar eru ekki taldar með.

Af hverju ætli maður sé annars með neglur?

Að þykja grænmeti gott er hugarástand!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Himininn er blár af því að ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthjúpsins. Bláa ljósið, sem er hluti hvíta ljóssins, dreifist miklu meira en annað og því er himinninn blár.

Nú svona til gamans fyrst við erum byrjuð að svara þér má nefna að það að fjarlægðin geri fjöllin blá skýrist af Rayleigh-dreifingu. Ef lofthjúpurinn væri allur við sama þrýsting væri hann ekki nema tæpir 10 km að þykkt. Milli okkar og fjallanna er lag sameinda, iðulega meira en 10 km að þykkt, það er að segja í raun þykkara en lofthjúpurinn. Sameindirnar í því verka sem bláir ljósgjafar. Þegar sólin skín ekki á fjöllin ber enn meira á þessu þar sem þau eru þá einungis upplýst af bláu dreifðu ljósi.

Vonum að þú skiljir þetta betur núna, annars máttu bara slá á þráðinn (Sími: 6712)

Kveðja,
Silvía og Sússi

Nafnlaus sagði...

Æi - við gleymdum að svara þessu með neglurnar.

Neglur gegna því hlutverki að hjálpa til við að grípa utan um hluti og meðhöndla þá. Einnig vernda þær fremstu hluta fingra og táa, sem eru afar næmir, eins og hver sá hefur kynnst sem nagað hefur neglur af of mikilli áfergju eða lent í að nögl hafi rifnað af. Ennfremur gera neglur okkur kleift að klóra aðra líkamshluta og gegna að því leyti svipuðu hlutverki og klær annarra dýra.

Sami sími og áðan.
Silvía og Sússi

Ýrr sagði...

nú, ég hélt að neglur væru bara til að naglalakka þær :-O

Hjördís sagði...

ég er sammála þessu um hugarástandið! Mér hefur alltaf þótt grænmeti gott en 600 gr+ á dag er svoldið meira en góðu hófi gengir svo það er ekki gott lengur! ullabjakk

Spáðu í því að mínar neglur hafa aldrei verið bleikar, táneglur meðtaldar :)

Kær kveðja,
Hjördís

Nafnlaus sagði...

vildi bara kvitta fyrir mig
kv Gína

Nafnlaus sagði...

Bleikar neglur er the only way to go sko. Helst á bæði tám og fingrum ;) Ég ætla sko að vera með bleikar neglur í allt sumar!! Og vera í öllum bleiku fötunum mínum ;)
En hey, slúður, ég er komin með kærasta!!
Hrönn

Nafnlaus sagði...

300 gr af grænmeti er t.d. 3 tómatar, það er ekki svo mikið!

d sagði...

Reyndu að koma þrem tómötum ofan í kónginn, þá muntu komast að því að það er svipað magn og þrjú tonn af sandi...