sunnudagur, júlí 02, 2006

Ameríka

jahérnahér, fólk farið að hafa áhyggjur af sloppahangsinu en óttist ei, Lára is back! Oh my gosh! Já búin að halda mig í Orange County síðustu vikuna og búin að pikka upp amerískuna alveg hægri vinstri. Hey dude! Búin að gæða mér á pönnukökum og beikoni í morgunmat og doghnuts í hádegismat og ég veit ekki hvað og hvað. Rootbeer Float er desert desertanna í landi tækifæranna, landi óttans og landi kvikmyndastjarnanna. Búin að feta í spor Swartsenegger í Hollywood og skoða Universal Studios, smakka dýrindis Pino Noir vín í Santa Ynez Valley þar sem vinir okkar úr Sideways áttu sætar og súrar stundir, sleppti því þó að drekka úr hrákaskálinni í þetta skiptið. Kom við á búgarði einskis annars en Andrews Firestone, bachelornum sem við féllum allar fyrir. Ohhh my GOSHHH! Alveg gorgious! Hitti hann reyndar ekki í eigin persónu en sá margar myndir af honum frá því í gamla daga og svona. Kiknaði í hnjánum. Búin að fara á ströndina líka, sóla mig og sörfa, Óli sá nú mest um það samt, eins og það sé honum í blóð borið sei sei já. Er ekki búin að fara á hjólaskauta ennþá reyndar en tók hjólatúr í staðinn. Já og gistum í danska bænum Solvangi þar sem æbleskiver og danski fáninn eru algjörlega inn. Bara eins og að koma heim. Kem samt heim heim í næstu viku. Sjöunda júlí. Ætla fyrst að halda upp á frelsi ameríkana á þriðjudaginn, andagtug og með auðmýkt í hjarta. Myndi fara á fyllerí á ströndinni berbrjósta ef það væri ekki bannað samkvæmt lögum. Óþarfi að láta stinga sér í steininn í útlöndum.

jæja, áfram með bjórinn og bíómyndina.

4 ummæli:

Mína sagði...

Ó mæ, en hræðilega spennó hjá ykkur.
Bið að heilsa Seth og félögum næst þegar þú hittir þau. Mundirðu ekki örugglega eftir að drekka smá Pino fyrir mig? Má ekki gleyma alveg að drekka fyrir mig þó ég sé ekki hjá þér ;)

Nafnlaus sagði...

Happy 4th of July!

Gott að heyra að þið skemmtið ykkur svona vel, var ekki viss hversu vel þú myndir höndla fjarveruna frá mér.

Og smjútsí, smjútsí takk fyrir æðislega sendingu. Daníel Sempere og félagar hans í Barcelona halda mér félagsskap í sólinni á hverjum degi.

Farið svo að drífa ykkur heim.
Knús, Þórunn

Nafnlaus sagði...

Mega stuð heyri ég!

�engill sagði...

Ég hef sungið í kirkju í bænum Solvang. Samkór Selfoss hélt tónleika þar í fyrra. :)