fimmtudagur, júlí 27, 2006

Sumarhiti

Heitt heitt heitt,
ekki margir sem vilja kaupa lopapeysu í 30 stiga hita.
Sveitt sveitt sveitt
Vanti þig peysu láttu mig vita.

Já lífið í Sweatermarket er heitt þessa dagana. Hrein ull á tilboði en lítið um örtröð að útsöluborðinu. En þá er nú gott að skúra, skrúbba og bóna og auðvitað brjóta saman...

8 ummæli:

Ýrr sagði...

Ég ætla víst að gerast svo djörf að fá hjálp við að PRJÓNA mína eigin lopapeysu. Spennandi að sjá hvernig það fer.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með rigninguna í gær, vona að það hafi gengið eitthvað aðeins betur með ullina :-)

Kveðja,
Þórunn

Nafnlaus sagði...

issss.... skárra en rigningin hér í Reykjavík. Lára, ertu hætt að nota hotmailið?

Nafnlaus sagði...

síðasta athugasemd var í boði Katrínar :)

d sagði...

Þú yrkir svona fín ljóð, þú býrð í kaupmannahöfn, ... ertu að verða þjóðskáld? Bráðum ferðu að sitja að sumbli á Hvids Vinstue og formæla danskinum... passa sig bara að fótbrotna ekki í stiganum á leiðinni heim af fylleríi....það boðar ekki gott...

Lára sagði...

hehe passa mig að fóbrotna ekki eftir bestu getu...getur verið erfitt samt þegar maður er smá klaufi.

Ég er löngu hætt að nota hotmailið nema bara sem msn-adressu. Nota núna larakristin@gmail.com Hlakka til að fá spennandi póst frá þér!!!

Nafnlaus sagði...

Ahhh að brjóta saman lopapeysur... ekki laust við að maður sakni þess örlítið svona í sólinni.. ;) Annars var ég í köben um daginn og leitaði lifandi ljósi að þessari spennandi ullarbúð þinni í þeirri von um að sjá þig máta eins og eina lopó á dönsku fyrir hressa túrista, en sei sei nei, ekki fann ég lopalykt né Láru mína.. Næst þá bara..
Kv Hrönn

Maria sagði...

Ja hérna hér í hverju lenda þau ekki þarna hinu megin?!?! Það hefði nú verið grand finale að brenna niður húsið... hmm skamm ! Æææ ;-( Takk kærlega fyrir kommentin og vona þú hafir það gott !!!!!
Með bestu kveðju fra Island - Mæja