þriðjudagur, september 12, 2006

Í fréttum er þetta helst...

Á föstudaginn var lauk kynningarvikunni í skólanum. Hún var mjög áhugaverð að mörgu leyti og upp úr standa þeir tveir dagar sem fóru í "team building" prógrammið. Í því fólust allar mögulegar æfingar til að fá fólk til að kynnast bekkjarfélögunum og til að taka á því hvernig við vinnum saman í hópum. Eftir að hafa farið á vínfestivalið á fimmtudagskvöldið var ég í rólegum fíling á föstudagskvölið, sat heima, hékk á netinu og spjallaði við sambýliskonur mínar tvær. Við erum búnar að gera íbúðina okkar nokkuð kósý bara - eftir nokkrar Ikea ferðir - svo þetta er bara allt hið ágætasta. Laugardagurinn var í rólegri kanntinum líka, við elduðum fyrstu heimagerðu kvöldmáltíðina og skelltum okkur svo að hitta nokkra bekkjarfélaga.

Í gær var fyrsti alvöru skóladagurinn. Ég mætti klukkan níu og fékk að sitja eins og sardína á svona samtengdum bekkjum með áföstum pínulitlum borðum. Kennarinn blaðraði mest um sjálfan sig og dýrðardagana þegar hann vann hjá ameríska fótboltafélaginu Lakers. Þess á milli lagði hann línurnar um það hvernig eigi að skrifa ferilskrá og sagði svo brandara inn á milli sem flestum virtist líka nema mér. Ég hef ákveðið að hætta í þessum kúrsi. Eftir hádegi tók svo við öllu áhugaverðara efni, hið alþjóðlega lagalega umhverfi . Þar vatt kennarinn sér beint að efninu og úr varð hinn ágætasti tími. Eftir skóla fór ég að kaupa penna og blöð og stílabækur og svona skóladót og afvegaleiddist til að skoða ýmislegt fleira í mollinu sem ekki var svo sem þörf á. En úr varð góður dúllerísdagur.

Í dag er ég búin að sitja heima og læra, fara út og kaupa mér mánaðarpassa í strætó og ensk-ungverska orðabók, kaupa í matinn og næst á dagskrá er að malla eitthvað úr því sem kom upp úr pokunum. Það er hægara sagt en gert að kaupa inn þegar allar innihaldslýsingar eru á ungversku svo það verður spennandi að sjá hver útkoman verður.

Þetta er Lára Kristín Skúladóttir sem talar frá útlandi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Spennó!
Gaman!
Skerí!
Kósí!
Fjör!

Rosalega er íbúðin þín fín! Þú ert held ég bara eins og prinsessa í höll þarna! ;)

Nafnlaus sagði...

Æðislegt að heyra að þú hafir það fínt þarna í útlandinu. Ég væri nú alveg til í að kíkja í kvöldkaffi eitt kvöldið.

Knús,
Þórunn

Nafnlaus sagði...

Avallt heitt a konnunni fyrir kvoldkaffi!

Lara