þriðjudagur, apríl 04, 2006

Ég var bara að plata. Óli er ekki orðinn fiskur. Vona að þið hafið ekki verið mjög skelkuð.

Ég er hins vegar steingeit. Og steingeitur eru mjög jarðbundnar og vanafastar og vilja hafa hlutina í skorðum. Þess vegna mætti segja að það sé alveg kreizzzzí að ég hafi fengið bréf í dag um að umsókn mín um skiptinemapláss í Búdapest hafi verið samþykkt. Jahérnahér. Þá verð ég víst að fara! Verð að upplifa eitthvað nýtt. Kanna nýjar slóðir. Bæta við í sarp lífslærdómsins. Ó mæ god ég þarf að breyta út af vananum! Þvílík áskorun! Og það þýðir líka að ég þarf að taka toefl á morgun. Vona bara að ég sökki ekki jafn bigtæm og síðast....

yfir og út

8 ummæli:

d sagði...

Bútapest? Þabbarasona. Og ætlarðu bara að skilja óla greyið eftir í fiskabúrinu?

Sunna sagði...

Til hamingju með það! Og hvenær ferðu svo? Og hvað gerirðu við Óla?

Nafnlaus sagði...

úúúúúú en spennó! Til hamingju stelpa! :) Þú verður að taka Ólann þinn með svo hann geti haldið í höndina á þér í stóra útlandinu, ik!

Mína sagði...

Ég meina það er morgunljóst að Ólafur verður að fara - hver á annars að halda uppi heiðri nautahakksins á heimilinu?

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta, spennó! Ég treysti því að Óli hleypi nú konunni ekki einni svona langt í burtu og fari með!
Kv. Elín

Hjördís sagði...

Til hamingju með það :) Þú rýkur úr einu útlandinu í annað og segist svo vera jarðbundin, þú ert að minnsta kosti ekki heimakær :)

Hvað verður um ekki-fiskinn? Verður hann líka skiptinemi?

kveðja,
Hjördís

Lára sagði...

Voðalega hafið þið öll miklar áhyggjur af honum Óla mínum! Gott að heyra að þið eruð að hugsa til hans eins og ég bað ykkur um :)

Nafnlaus sagði...

HA? Búdapest? Hvenær?

Búdapest er ein af mínum uppáhaldsborgum!