miðvikudagur, maí 03, 2006

Læri læri tækifæri

Æ er ekki nóg komið af lærdómi? Hvað varð um regluna að það má ekki læra þegar sólin lætur sjá sig? Var það ekki annars regla? Er núna búin með 24 tíma próf, 72 tíma próf og hópritgerð. Við tekur tveggja vikna törn í að klára business project og svo tvö munnleg próf..... og hverjum fannst það sniðug hugmynd að vera í skóla?

Jæja læri læri tækifæri, tækifærin munu vonandi hrannast upp að þessu námi loknu. Tja já sei sei. Ég hlakka allavega til að fara í sumarfrí sem verður með lengra móti nú í ár. Mánaðar hvíld frá amstri hversdagsins. Var einmitt að kaupa flugmiða til Íslands áðan. Þaðan liggur svo leið okkar hjúa til Kaliforníu þar sem við ætlum að hitta vini okkar Seth og Marissu og sleikja sólina á rúlluskautum í strengbikiníi og tralla með. Ekki amalegt það.

Svo er gaman frá því að segja að ég er búin að fá sumarvinnu í hinni dönsku hliðstæðu Rammagerðarinnar, var ráðin á staðnum því ég hef reynslu í bransanum sjáiði til. Spurning hvort það gengur jafnvel að selja íslenskar lopapeysur í 25 stiga hita í Köben eins og í hrollköldu sumrinu á Íslandi.

Jæja, bakk tú bissniss...

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ Lena hér!

Ég bið kærlega að heilsa Seth og Marissu! hahahahahaha

Gangi þér vel með lærdóminn og sjáumst í sumar:)

Sunna sagði...

Ok, ég er nú ekki enn komin með botn í þetta... Hvenær verðurðu á Íslandi?

Lára sagði...

Heyrðu Sunna mín, hlustaðu nú, verð á Íslandi frá miðnætti 15.júni til 19.júní. Svo kem ég aftur til Íslands þann 7.júlí og fer aftur 12.júlí. Í millitíðinni verð ég ekki á Íslandi heldur í Kaliforníu. Svo verð ég afganginn af sumrinu í Kaupmannnahöfn. Svo til að all sé á hreinu þá verð ég á Íslandi 15.-19.júní og svo aftur 7.-12.júlí. Annars er ég líka oft á Skype ef þú vilt spjalla.

Nafnlaus sagði...

hújheee... til hamingju með vinnuna :)
En hver á þá að selja úttlendingunum lopapeysur hér á Fróni? :(

Nafnlaus sagði...

Síðasta færsla var sko frá Katrínu :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með vinnuna, ég er alveg viss um að þú getur selt lopapeysur í hitanum!

Bið svo að heilsa Seth og Marissu :)

Ýrr sagði...

úfff, mér líst ekkert á þetta :S

Mína sagði...

Já, það er þetta með læri, læri, tækifæri, hmm...
Minn ektamaður var nú að fá neitun um ráðningu á einum stað af því að hann er með of "massíva" menntun!!! WTF???

Ég bara spyr þá: Er skóli þá eitthvað annað en rauðvín, bjór og próf sem virðast vera tilgangslaus pynting? *hugs, hugs*