fimmtudagur, desember 20, 2007
Bööhöööö...
Það var samt gaman í gær því þá átti Óli afmæli og við héldum virðulegt afmælisboð fyrir ömmur of afa og heldra fólk. Það er því búið að gera jólahreingerninguna á þessum bæ (fóru nú bara tveir dagar í að skúbba skítnum burt svei mér þá) - Í dag festum við svo kaup á dýrðarinnar litlu og dásamlegu jólatré. Ég vildi nú helst setja það upp og skreyta strax í dag en það fékk ekki mikinn hljómgrunn meðal annarra heimilismeðlima (Óla og Hlöðvers jólagríss). Ég bíð því bara spennt eftir að Þorláksmessa gangi í garð.
þriðjudagur, desember 11, 2007
Forréttindi eða bögg - það er stóra spurningin!
Í dag finnst mér eins og ég sé búin að læra eitthvað.
Það er samt erfitt að segja nákvæmlega hvað það er.
Það eru forréttindi að fá að pæla í einhverju efni á áhugasviði manns í svo langan tíma.
(sagði námsráðgjafinn sem hélt fyrirlestur um lokaverkefnavinnu í skólanum mínum)
Ég er sammála henni.
Mér finnst það samt ekki alveg jafnmikil forréttindi að þurfa að skrifa allar þessar pælingar niður á blað í rökréttu samhengi og allt í réttri röð til að það verði auðlesið fyrir aðra sem gætu viljað pæla í því sama.
Það er eiginlega pínu bögg.
(p.s. ég er byrjuð að prjóna lopapeysu á Óla - jííííhaaaa)
fimmtudagur, desember 06, 2007
Meiri snjó meiri snjó meiri snjó
Þetta passar svo miklu betur við aðventuljósin og jólakonfektið heldur en rigning og rok!
Ég er búin að bíða eftir snjónum frá því um miðjan nóvember (um það leyti sem ég kveikti á aðventuljósinu í fysta sinn) svo það var alveg kominn tími á hann.
Nú eru konfekttegundirnar orðnar tvær og sú þriðja í bígerð. Mér hefur sannarlega tekist að búa til konfekt sem gæti hlotið titilinn "Ljótasta konfekt Íslandssögunnar" en ég held samt þetta sé eins og með fiskana...þeim mun ljótari sem þeir eru þeim mun betri á bragðið - og ég held mig fast við það.
Nú er líka loksins búið að klára að flísaleggja á baðinu hjá okkur svo það verður hægt að fara í jólabaðið hér á Hverfisgötunni - kominn tími á góða sturtu eftir tveggja mánaða úthald í sturtuleysi og iðnaðarmannadrullumalli. Nú fer að verða óhætt fyrir ykkur öll þarna úti að koma í heimsókn án þess að þurfa að hræðast það að sokkar verði skítugir og heimafólk illa lyktandi. Halelúja!
fimmtudagur, október 18, 2007
Hvað er í matinn?
Hér er lausnin: Hvaðerímatinnpunkturis
Nú geta þreyttar húsmæður og hugmyndasnauðir húsfeður hætt að hafa alltaf bara hakk og spaghettí og fajitas til skiptis og hrísgrjónagraut til hátíðarbrigða því hvaðerímatinnpunkturis tekur af okkur ómakið. Þetta kallar maður þjónustu!
Vildi bara að það væri líka til svona: hvareriðnaðarmaðurinnpunkturis :)
Yfir og út
mánudagur, október 15, 2007
Þjóðarátak
Þeir sem vilja styrkja þetta málefni vinsamlegast leggið þúsund krónur inn á reikninginn minn!
Annars er þetta nú allt í lagi því ég - og annað fólk - hef nú ekkert annað mikilvægara að gera við tímann en að bíða spennt heima eftir iðnaðarmönnum sem hvorki láta sjá sig né í sér heyra. Að þurfa að bíða heima eftir iðnaðarmanni sem aldrei kemur er til dæmis ljómandi afsökun til að skrópa í vinnu dag eftir dag eftir dag með góðri samvisku. Ekki satt?
Og hvers vegna ætti maður að vilja fara út úr húsi í heilan dag þegar maður gæti mögulega átt von á því að iðnaðarmaður sjái sér ef til vill fært að mæta "einhvern tímann" þann daginn? Þá unir maður sér glaður við að sitja heima í rólegheitunum og njóta þess að fá ef til vill, mögulega, og ef lukkan er með manni, heimsókn þann daginn frá iðnaðarmanninum sem lofaði að koma í fyrradag.
Já, ég sé ekki aðra lausn en að styðja dyggilega við bak iðnaðarmanna landsins með veglegri gjöf sem gæti hjálpað þeim að muna hvert þeir ætla nú að fara og hvað þeir ætla að gera upp á hvern einasta dag - því það virðist vera landlægur og alvarlegur veikleiki þessarar, annars þörfu og hraustu stéttar, að skrifa ekkert hjá sér og gleyma.
Tökum nú höndum saman og styðjum strákana okkar!
mánudagur, september 10, 2007
föstudagur, september 07, 2007
miðvikudagur, júlí 25, 2007
púha
mánudagur, júlí 16, 2007
Sumarsæla
fimmtudagur, júlí 12, 2007
obbobbobbb
obbobbobbb
þriðjudagur, júlí 03, 2007
sunnudagur, júlí 01, 2007
Nýr lífsstíll?
Í stað þess að fara út í öl í gærkvöldi, sem var föstudagskvöld, ákváðum við hjúin að fara snemma að sofa og vakna snemma í morgun, á laugardagsmorgni, svona til að prófa líf morgunhananna einu sinni. Það tókst með ágætum að vakna um níu leytið - vorum svo komin út á Laugaveg um klukkan tíu. Tveir kaffibollar á fastandi maga úti í Mallorkaveðri, sitjandi fyrir utan tíu dropa, hlustandi á dönsku gamalmennin og amerísku gamalmennin og sitt hvað fleira sem fyrir eyrum varð í túristaparadísinni Reykjavík. Einu sinni talaði maður um að það væri ekki þverfótandi fyrir Íslendingum á Strikinu - nú er ekki þverfótandi fyrir dönum á Laugaveginum! Svona breytist nú sitt hvað með tímanum. Jæja, því næst var förinni heitið í Skífuna að hlusta á vel valda nýja íslenska tónlist. Þar hrifumst við einna helst af B.Sig og Fnyki og ákváðum að styrkja þessa listamenn í stað þess að ræna þeim á netinu...góðverk dagsins myndi ég segja. Röltum því næst niður á Austurvöll, sóluðum okkur meira og drukkum meira kaffi - ennþá á fastandi maga - úr því varð góður magaverkur - þó betra að vera með kaffimagaverk en áfengisælupest (góður punktur!) Sátum í þónokkurn tíma í sólinni, skoðuðum mannlífið og nutum. Skoðuðum svo Austurríkið og dýrðirnar þar og röltum í rólegheitum heim á leið með viðkomu í bakaríinu. Smurðum nestiskörfu og fórum í pikknikk í nýja garðinum hjá Hannesi. Vorum þar í allnokkurn tíma áður en leiðin lá heim á ný............og þá var klukkan rétt rúmlega tvö - kannski hálfþrjú!!!! ...og allur dagurinn eftir bara!!! Vóóóóó!!!!! HA??? Já, svona getur verið ágætt að vera morgunhani um helgar.
Eftir þetta erum við búin að setja saman Ikea dót, taka upp úr kössum og gera fínt hérna heima, fá þrjár heimsóknir - sem ekki sköruðust - elda dýrindis mat og auk þess heklaði ég sex dúllur (bara 37 eftir núna) og kláraði að prjóna bolinn sem ég byrjaði á fyrir tveimur árum. Morgunstund gefur líklegast bara gull í mund eftir allt saman.
Nú er bara spurningin hvort þessi nýjung sé komin til að vera...
miðvikudagur, júní 20, 2007
þriðjudagur, júní 19, 2007
fimmtudagur, júní 14, 2007
Lufsa
miðvikudagur, maí 30, 2007
Þá vitið þið það.
þriðjudagur, maí 29, 2007
Litablogg
Lifum lífinu í lit.
þriðjudagur, apríl 03, 2007
Flutningsundirbúningur hafinn
laugardagur, mars 24, 2007
-Tilgangur lífsins-
Tilgangur lífsins? Hvernig get ég verið ein inn í mér, ein inni í hausnum á mér. Og enginn annar kemst þangað – hversu mikið sem ég vildi leyfa það. Hvernig getur annað fólk verið með samskonar sjálf og ég – án þess að ég muni nokkurn tímann fá að skyggnast inn í hausinn á því. Hvað er ég? Hvað verður um sjálfið mitt þegar ég dey? Verður sjálfið mitt einn stór og ruglingslegur draumur? Af hverju geri ég allt sem ég geri? Af hverju finnst mér mikilvægt að ganga í skóla? Til að geta lifað betra lífi – seinna? Hvað með núið? Hvenær kemur seinna-ið? Það kemur aldrei. Ég lifi alltaf í núinu. Ég hlýt að ganga í skóla til að njóta núsins – til að njóta þess sem það gefur mér að læra. Af hverju ætti ég annars að hafa fyrir því? Ég hlýt að sækja um vinnu til að njóta þess á hverjum degi að gera eitthvað sem ég veit að ég geri vel – eitthvað sem gefur mér lífsgildi – á meðan á því stendur. Af hverju ætti ég annars að gera það – til að ég verði hamingjusamari seinna? Tilgangur lífsins hlýtur einfaldlega að vera að lifa í núinu - að njóta þess sem gerist núna – því seinna-ið kemur aldrei.
laugardagur, febrúar 10, 2007
Viðskiptahornið
föstudagur, febrúar 09, 2007
Tek sjálfa mig á sálfræðinni...
Þeir sem verða varir við önnur viðhorf í fari mínu á næstu mánuðum mega gjarnan minna mig á þetta blogg.
miðvikudagur, febrúar 07, 2007
þriðjudagur, janúar 30, 2007
Strákarnir MÍNIR
Hvílík spenna! Hvílíkur ÆSINGUR! Stelpurnar voru að fara á límingunni og þar með talin ég! Vóóóóóóóó.... og Alfreð Gísla maður! Hvílíkt hönk með hendurnar upp í loft og tunguna frammi í gómi! Við vorum alveg að vinna þetta maður! Ég og Robbi og Óli Stef.... við vorum að taka þetta! Sáuð þið snúningsmarkið hjá Robba í fyrri hálfleik? Ég kennd´onum´etta. Geðveikur leikur, geðveik spenna. Mér gæti bara ekki verið meira sama hvort við komumst í fimmta sætið eða ekki núna, ekki á þessari stundu. Ó mæ gooooooood skilurðu.
Stelpuhandboltakvöld þar sem höndum var klappað og fótum stappað. Svo ótt og títt að nágranninn á neðri sá sig tilneyddan til að nota kústinn til að banka upp í okkur á móti. Vóóó maður. Strákarnir OKKAR stóðu sig vel. Gæti vart verið stoltari af þeim. Glitruðu tár á hvörmum í stofunni er við hlustuðum á rúv eftir útsendingu og heyrðum í þeim vonsviknum og brotnum. Og Ulrich tapar sko geðveikt í hver-er-sætasti-þjálfarinn-keppninni!!!!!!!! Já púúúú.
Áfram Pólland!
mánudagur, janúar 29, 2007
Bíó
miðvikudagur, janúar 17, 2007
Og fyrir valinu varð......daddaradddarææææ.....

We come from the land of the ice and snow, From the midnight sun where the hot springs blow.
Ohhh baby please take me hoooooooome.....
Já lesendur góðir - rokk og ról - we are on our way to ICELAND
Ísland ó Ísland, landið sem hefur okkur alið
og er okkur í hjarta falið
þar hafa tær okkar kalið.
Yfir og út
fimmtudagur, janúar 11, 2007
Ó mæ god Ó mæ god
Hvað finnst þér?
p.s. gleðilegt ár Hilla!